Silkiprent var stofnað 1972 og er því elsta fána og skiltagerð landsins.
Silkiprentun var okkar fag í byrjun en á öllum þessum árafjölda hefur margt breyst, það helsta er að silkiprentun hefur dregist saman vegna tilkomu digital prentunar og eru nú útifánar,límmiðar, skilti og bílamerkingar í smærri upplögum digital prentaðir. Við vorum brautryðjendur í silkiprentuðum útifánum hér á landi og er það enn okkar stærsti framleiðsluþáttur.
Settu merkið hátt til að vera sjáanlegur og áberandi, þjónusta í þína þágu.
Kveðja,
Sveinbjörn Sævar Ragnarsson
Silkiprent ehf